Blautir búkar og pylsupartí Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar. Menning 5.5.2025 20:02
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum. Bíó og sjónvarp 5.5.2025 18:35
Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015. Tónlist 5.5.2025 14:06
Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Þórhallur Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Mariu Gomes Rodrigues, á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi verið viðstödd tónleikana sem fóru fram í gær. Þórhallur varð ekki var við handtökur vegna sprengjutilræða en segir öryggisgæsluna hafa verið gríðarmikla. Lífið 4. maí 2025 19:53
Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Fyrsti þáttur af Stóru stundinni á Stöð 2 verður frumsýndur í kvöld klukkan 19 en í þeim fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eftir viðmælendum í aðdraganda stærstu augnablika lífs þeirra. Í fyrsta þætti, sem verður í opinni dagskrá, fá áhorfendur að fylgjast með fæðingu barns. Lífið 4. maí 2025 13:56
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. Lífið 3. maí 2025 23:03
Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3. maí 2025 22:30
Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma. Lífið 3. maí 2025 19:45
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3. maí 2025 17:49
Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. Lífið 3. maí 2025 15:43
Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Síðustu tíu ár hafa verið ótrúlega skemmtileg hjá okkur. Við erum búnir að vera að byggja þetta hægt og rólega upp frá því við kláruðum Ísland got talent,“ segir Benedikt Benediktsson hjólakappi sem myndar teymið BMX brós ásamt Antoni Erni Arnarsyni og Magnúsi Bjarka Þórlindssyni. Lífið 3. maí 2025 07:03
Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Eurovisionpar og meðlimir í popphljómsveitinni Daða og gagnamagninu, hafa fest kaup á einbýlishúsi. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir tíu ára dvöl í Berlín. Lífið 2. maí 2025 21:29
Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Lífið 2. maí 2025 20:45
Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Davíð Antonsson Crivello sem oftast er kenndur við Kaleo fór nýstárlega leið þegar honum var fengið það verkefni að búa til lag í tengslum við auglýsingu á vegum Ölgerðarinnar. Hann nýtti flöskur, dósir, bjórkassa og tappa til þess að búa til hin ýmsu hljóð sem hann púslaði svo saman í lag. Tónlist 2. maí 2025 16:00
„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Innlent 2. maí 2025 12:21
Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Eva Ruza heldur 80's og 90´s ball þar sem allra bestu lögin verða tekin og þú mátt koma. Sindri hitti Evu og fór yfir málið í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 2. maí 2025 11:39
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2. maí 2025 07:34
Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Innlent 1. maí 2025 22:58
Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Norður-írsk rapphljómsveit er til rannsóknar hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Hún er sökuð um að vera hliðholl hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og Hezbollah og hvetja til morðs á embættismönnum. Lífið 1. maí 2025 14:59
Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Náttúrufræðingurinn David Attenborough beinir sjónum sínum að höfum jarðar í nýjustu heimildamynd sinni en lítur líka um öxl yfir ævistarf sitt nú þegar hann nálgast „endalok lífs“ síns. Hann segir hafið spila lykilrullu í baráttunni við hamfarahlýnun. Lífið 1. maí 2025 11:57
„Þetta er lúmskt skrímsli“ „Ég var svolítið mikið í sviðsljósinu á ákveðnum tímapunkti. Það var gaman þegar það var en svo fylgir því mikill kvíði, samanburður, sjálfsefi og fleira leiðinlegt,“ segir lífskúnstnerinn Donna Cruz en hún hefur komið víða við í íslensku samfélagi og er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 1. maí 2025 07:00
Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu. Lífið 30. apríl 2025 23:01
Forsalan sögð slá öll fyrri met Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið. Lífið 30. apríl 2025 22:12
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. Lífið 30. apríl 2025 22:08
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp