Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Bíó og sjónvarp 18.3.2025 18:38
Varð að fara gubbandi í Herjólf GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf. Tónlist 18.3.2025 15:00
Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Lífið 18.3.2025 14:33
Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar. Lífið 16. mars 2025 10:25
Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Ari Eldjárn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Lífið 15. mars 2025 14:16
Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð „Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum. Tónlist 15. mars 2025 07:01
Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina. Lífið 14. mars 2025 16:30
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. Innlent 14. mars 2025 15:53
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. Innlent 14. mars 2025 13:25
Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum. Bíó og sjónvarp 13. mars 2025 15:04
Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Íslenska framleiðslufyrirtækið ACT4 sem meðal annars er í eigu Ólafs Darra hefur gert samstarfssamning við þýska teiknimyndaframleiðandann Ulysses Filmproduktion um STORMSKER – fólkið sem fangaði vindinn, teiknimynd fyrir börn. Bíó og sjónvarp 13. mars 2025 14:00
Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað? Gagnrýni 13. mars 2025 07:02
Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2024 voru afhent í kvöld og voru það 26 verðlaunastyttur sem fóru á flug auk heiðursverðlauna ársins og útnefningar björtustu vonarinnar í íslensku tónlistarlífi. Meðal óvæntra gesta var bresk íslenska stórstjarnan Damon Albarn sem steig á svið. Tónlist 12. mars 2025 22:05
Skálað fyrir skíthræddri Unni Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði. Menning 12. mars 2025 20:57
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Innlent 12. mars 2025 16:50
Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins halda tónleika á föstudaginn til styrktar leikskólabörnum sem eru á leið á Evrópumeistaramótið í skák í vor. Lífið 12. mars 2025 14:53
Stormur fellur á prófinu Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni. Gagnrýni 12. mars 2025 07:00
Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þá héldu Canon á Íslandi og Ofar viðburðinn Konur í ljósmyndun. Fjöldi kom saman til að hlusta á fyrirlestur og tala saman. Lífið 11. mars 2025 21:43
Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi. Lífið 11. mars 2025 16:45
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11. mars 2025 12:56
Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Tónlist 11. mars 2025 10:32
Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars. Gagnrýni 11. mars 2025 07:03
Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Íslenskt menningarlíf iðar í mars með fjölda sýningaropnanna og öðru listrænu fjöri. Það var mikil gleði í Gallery Þulu á dögunum þegar samsýningin Þverskurður opnaði með stæl. Menning 10. mars 2025 20:01
Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Vinningstillagan í samkeppni um útilistaverk í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavík er verkið Rif eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Menning 10. mars 2025 12:54