Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

The Smashing Pumpkins til Ís­lands

Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. 

Tónlist
Fréttamynd

Bob og Robbie í bobba

Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell

Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell.

Lífið
Fréttamynd

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið
Fréttamynd

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned

Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. 

Lífið
Fréttamynd

Kennir Instagram mökum að taka al­menni­legar myndir

„Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“.

Menning
Fréttamynd

Fleetwood Mac: Þegar eftir­líkingin verður betri en raun­veru­leikinn

Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið
Fréttamynd

Úr drullumalli og nornaseiði í list­nám í Banda­ríkjunum

„Við uppgötvuðum listina svolítið saman,“ segja listakonurnar Karen Ösp og Petra. Þær eru æskuvinkonur frá því þær voru saman í Austurbæjarskóla og hafa báðar lagt land undir fót og sint listinni í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Um helgina opnuðu stöllurnar svo samsýninguna „Fornar slóðir“ í SÍM gallerí í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur Heiðar vann til Gram­my-verð­launa

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Lífið
Fréttamynd

Svaraði kallinu frá Ben Stiller

Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þetta er engin þrauta­ganga fyrir mig“

Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Lífið