Michael Madsen er látinn Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri. Lífið 3.7.2025 17:37
Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Erlent 3.7.2025 12:39
Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Innlent 3.7.2025 11:58
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Tónlist 1. júlí 2025 20:02
Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. Lífið 1. júlí 2025 16:26
Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu. Tónlist 1. júlí 2025 14:26
Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík. Menning 1. júlí 2025 13:42
Djöfullinn klæðist Prada á ný Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Bíó og sjónvarp 1. júlí 2025 10:28
Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Lífið 1. júlí 2025 07:03
„Ég er sáttur við það dagsverk“ Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, vonar að einhver taki að sér að reka tónlistargagnagrunninn þó hann hyggist sjálfur ekki lengur halda honum úti. Að óbreyttu ratar Glatkistan í glatkistuna eftir ár, en Helgi gengur sáttur frá borði. Menning 30. júní 2025 17:46
Grindavík sigursæl erlendis Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. Bíó og sjónvarp 30. júní 2025 17:02
Glatkistunni lokað Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. Menning 30. júní 2025 12:09
Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar. Lífið 30. júní 2025 10:05
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Innlent 29. júní 2025 18:32
Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Kanadíski leikarinn Elliot Page frumsýndi nýja kærustu sína, leikkonuna Juliu Shiplett, með því að birta mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman á regnbogagötunni Skólavörðustíg. Lífið 29. júní 2025 15:00
Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes. Lífið 29. júní 2025 14:27
Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 29. júní 2025 07:02
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28. júní 2025 12:26
Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Innlent 27. júní 2025 23:02
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Innlent 27. júní 2025 18:48
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27. júní 2025 14:20
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27. júní 2025 12:52
Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka. Menning 27. júní 2025 11:03
F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Það mátti heyra öskrið í vélunum og sjá hvíta tjaldið stjörnuprýtt á forsýningu F1: The Movie í Sambíóunum Egilshöll á miðvikudag. Lífið samstarf 27. júní 2025 10:35