Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03
„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Innlent 28.7.2025 16:50
MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar. Innlent 28.7.2025 16:31
Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll. Innlent 28.7.2025 15:44
Árekstur í Öxnadal Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. Innlent 28.7.2025 15:23
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28.7.2025 13:42
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35
Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Innlent 28.7.2025 13:25
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28.7.2025 13:11
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47
Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Í hádegisfréttum verður rætt við fulltrúa landeigenda við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Innlent 28.7.2025 11:38
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Innlent 28.7.2025 11:20
Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Í morgun voru áhafnir björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað og björgunarbátsins Árna Vilhjálmssonar á Seyðisfirði kallaðar út til að sækja veikan ferðamann í Loðmundarfjörð. Innlent 28.7.2025 11:17
Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 65 málum á vaktinni í gærkvöldi og nótt og neyddist meðal annars til þess, enn eina ferðina, að vísa tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Innlent 28.7.2025 06:36
Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Virkni hefur verið nokkuð stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni frá því í gærmorgun en gat opnaðist á gígnum í gær og í gærkvöldi byrjaði að gjósa lítillega úr opinu. Innlent 28.7.2025 06:25
Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Stór jarðskjálfti varð í Vatnajökli um klukkan 23:40 í kvöld. Var hann 5,2 stig. Innlent 28.7.2025 00:15
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Innlent 27.7.2025 23:29
Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Innlent 27.7.2025 21:14
Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoða á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í kvöld. Innlent 27.7.2025 20:59
Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Tvítugur strákur á Akureyri kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að þjóna farþegum á skemmtiferðaskipum því hann hefur sett á laggirnar rafskutluleigu, sem slegið hefur í gegn. Innlent 27.7.2025 20:04
Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 19:27