Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Innlent 4.1.2025 22:31
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. Innlent 4.1.2025 22:11
Lentu með veikan farþega í Keflavík Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð. Innlent 4.1.2025 21:39
Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst senda Ísraelsríki ýmis hergögn sem eru samtals að virði um átta milljarða bandaríkjadala. Hann hefur tilkynnt þinginu um áform sín. Innlent 4.1.2025 16:41
Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn „Það var í rauninni allt tekið fyrir en á mismikilli dýpt. Þetta var bara gaman, þetta var gott spjall í dásamlegu umhverfi. Hvergi er fallegra að vera heldur en á Þingvöllum. Hvort sem það er á sumrin eða í þessum vetrarbúningi sem var í gær.“ Innlent 4.1.2025 15:49
Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands er laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Innlent 4.1.2025 15:11
„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. Innlent 4.1.2025 14:34
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Innlent 4.1.2025 14:21
Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði sér fram á að hafa nóg að gera næstu daga því hann tekur að sér að safna jólatrjám á svæðinu fyrir íbúa og koma þeim í förgun. Allir ágóði söfnunarinnar rennur óskertur til Píeta samtakanna. Innlent 4.1.2025 14:06
Akureyringar eins og beljur að vori Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Innlent 4.1.2025 14:00
„Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst. Innlent 4.1.2025 12:03
HSU svarar áhyggjufullum læknum Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum - og mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Innlent 4.1.2025 11:48
Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. Innlent 4.1.2025 10:50
Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður. Innlent 4.1.2025 09:02
Kalt en bjart um helgina Veðurfræðingar spá norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, í dag. Víða verði léttskýjað en skýjað að mestu á norðaustanverðu landinu. Þá kólnar í veðri og frosti er spáð 5 til 15 stigum síðdegis. Innlent 4.1.2025 07:50
Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt. Innlent 4.1.2025 07:30
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. Innlent 3.1.2025 21:01
Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. Innlent 3.1.2025 19:30
Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þeir hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem farið hafi hríðversnandi síðustu misseri. Barnabarn manns sem lést á aðfangadag segir afa sinn ekki enn þá hafa verið úrskurðaðan látinn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.1.2025 18:02
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. Innlent 3.1.2025 16:48
Netsamband komið aftur á í Árbæ Vegna bilunar í línuspjaldi hjá Mílu voru um þúsund nettengingar á heimilum og fyrirtækjum í Árbæ í Reykjavík óvirkar í eina og hálfa klukkustund. Innlent 3.1.2025 15:45
Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Inflúensa sótti í sig veðrið á síðustu heilu viku ársins en 65 manns greindust sem er helmingi fleiri en vikuna á undan. Innlent 3.1.2025 15:41
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. Innlent 3.1.2025 14:51
Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. Innlent 3.1.2025 14:07