Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:51
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:37
Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Íslensku gagnaverin atNorth, Borealis Data Center og Verne Global hlutu um helgina heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna. Viðskipti innlent 10.2.2025 07:46
Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið. Viðskipti innlent 6.2.2025 20:12
Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. Viðskipti innlent 6.2.2025 17:15
Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 6.2.2025 16:29
Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag. Viðskipti innlent 6.2.2025 15:43
Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár. Viðskipti innlent 6.2.2025 13:25
„Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, sem aðallega heldur utan um útgáfu Heimildarinnar, er búin að samþykkja kaupin á vefnum Mannlífi. Reynir Traustason ritstjóri þar snýr sér senn að öðru. Viðskipti innlent 6.2.2025 13:19
Öllum skerðingum aflétt Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með morgundeginum 7. febrúar. Viðskipti innlent 6.2.2025 12:57
Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. Viðskipti innlent 6.2.2025 12:48
Mayoral til Íslands Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun. Viðskipti innlent 6.2.2025 12:29
Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Rafn Heiðar Ingólfsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Olís. Viðskipti innlent 6.2.2025 12:13
Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Viðskipti innlent 6.2.2025 11:38
Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. Viðskipti innlent 5.2.2025 21:50
Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Viðskipti innlent 5.2.2025 20:03
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Viðskipti innlent 5.2.2025 12:17
Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Skagi hf. er nú formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Viðskipti innlent 5.2.2025 10:22
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að lækka stýrivextina um 50 punkta á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 5.2.2025 09:03
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 5.2.2025 08:30
Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Anna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem sjóðstjóri til SIV eignastýringar og kemur hún inn í kredit teymi félagsins. Viðskipti innlent 4.2.2025 14:04
Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. Viðskipti innlent 4.2.2025 13:05
Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Í kjölfar samruna Marel hf. og John Bean Technologies Corporation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hluthafi í JBT Marel Corporation með 6,6 prósenta eignarhlut, sem er um 62 milljarða króna virði. Eyrir Invest hefur gert upp allar skuldbindingar við lánveitendur og er nú skuldlaus. Viðskipti innlent 4.2.2025 11:36
Kjarninn farinn úr Heimildinni Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur söðlað um, hann er hættur á Heimildinni og er hann nú orðinn starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viðskipti innlent 4.2.2025 10:55