Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Díana Dögg öflug í sigri

Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik þegar Blomberg-Lippe vann átta marka sigur á Göppingen í efstu deild kvenna í þýska handboltanum, lokatölur 34-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir eitt mark í tíu marka útisigri Metzingen á Bensheim-Auerbach.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafn­firðingar byrja árið af krafti

Haukakonur lönduðu sínum sjöunda sigri í Olís-deild kvenna þegar liðið sigraði Stjörnuna, 32-29, í Garðabæ í dag.Stjörnukonur voru staðráðnar að koma sterkari til leiks eftir að hafa fengið stóran skell þegar liðin mættust í september. Það var mikil barátta í heimakonum í upphafi leiks og héldu þær Haukum í skefjum.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtt ár en á­fram vinna Valskonur

Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar og Aron taka ekki fullan þátt

Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga.

Handbolti
Fréttamynd

Tvö­falt sjokk fyrir Al­freð

Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Al­freð setur Þýska­land og Ís­land í sama flokk fyrir HM

Al­freð Gísla­son, þjálfari þýska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir þrjú lands­lið vera lík­legri en önnur til að standa uppi sem heims­meistari á komandi stór­móti í janúar. Al­freð setur Ís­land og Þýska­land í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim lík­legustu.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir komnir í úr­slit

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í úrslit á Sparkassen Cup í Þýskalandi eftir eins marks sigur á Serbíu í undanúrslitum, 28-27.

Handbolti
Fréttamynd

Haf­steinn fer á HM

Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli.

Handbolti
Fréttamynd

Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM

Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár.

Handbolti