Selfoss jafnaði metin Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu. Handbolti 21.4.2025 21:31
Fram einum sigri frá úrslitum Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 21.4.2025 21:18
Höfðu betur eftir framlengdan leik Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélagar hans í Kadetten Schaffhausen unnu dramatískan sigur á Suhr Aarau þegar liðin mættust í fyrsta leik liðinna í undanúrslitum svissneska handboltans. Handbolti 21.4.2025 17:32
Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson var magnaður þegar Sporting Lissabon komst í undanúrslit portúgölsku bikarkeppninnar í handbolta. Handbolti 18. apríl 2025 18:15
Dramatík á Hlíðarenda Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik. Handbolti 17. apríl 2025 21:37
Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Viggó Kristjánsson átti hreint út sagt magnað leik þegar Erlangen gerði 26-26 jafntefli við Eisenach á útivelli í efstu deild þýska handboltans. Handbolti 17. apríl 2025 19:12
Rekinn út af eftir 36 sekúndur Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og félagar þeirra í Ribe-Esbjerg fögnuðum flottum þriggja marka heimasigri á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 17. apríl 2025 13:34
Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld. Handbolti 16. apríl 2025 21:06
Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik þegar Skara komst 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu við Skuru í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta. Leikurinn var eins dramatískur og hugsast getur. Handbolti 16. apríl 2025 19:44
„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 15. apríl 2025 21:33
Selfoss byrjar á sigri Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð. Handbolti 15. apríl 2025 21:27
Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 15. apríl 2025 18:47
Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Færeyjar halda áfram að skrá nýja og spennandi kafla í handboltasögu sína því í gær vann kvennalandslið þjóðarinnar sér sæti á HM. Handbolti 14. apríl 2025 16:02
Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Pick Szeged er ungverskur bikarmeistari eftir 31-30 sigur í úrslitaleik gegn Veszprém. Handbolti 13. apríl 2025 19:26
Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta karla eftir sigur á Melsungen í úrslitaleik, 28-23. Handbolti 13. apríl 2025 15:52
Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Melsungen mun leika til úrslita gegn Kiel á morgun í þýsku bikarkeppninni í handbolta. Íslendingaliðin Veszprém og Pick Szeged munu svo síðar mætast í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handbolta. Handbolti 12. apríl 2025 20:00
Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Team Tvis Holstebro, sem Arnór Atlason stýrir, kemur fullt sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina í danska handbolta eftir að hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deildarkeppninni. Handbolti 12. apríl 2025 16:19
Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Haukar Þrastarsson varð bikarmeistari með rúmenska handboltaliðinu Dinamo Búkarest eftir afar öruggan 39-27 sigur gegn Potaissa Turda í úrslitaleik. Handbolti 12. apríl 2025 16:10
Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Kolstad átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum um norska meistaratitilinn í handbolta karla. Kolstad rúllaði yfir Halden í dag, 23-40. Handbolti 12. apríl 2025 15:41
Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Handbolti 12. apríl 2025 09:00
Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Dagur Gautason átti flottan leik í kvöld með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 11. apríl 2025 19:29
Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11. apríl 2025 15:13
Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11. apríl 2025 12:34
Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær. Handbolti 11. apríl 2025 08:31