Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik

Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Berjast fyrir lífinu í GameTíví

Það er hryllingskvöld hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að spila leikinn Nuclear Nightmare sem gengur út á það að vinna saman til að lifa af í mjög svo hættulegum heimi, eins og nafn leiksins gefur til kynna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Flaug alla leið frá Ástralíu til að heim­sækja Eiðis­torg

Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins.

Lífið
Fréttamynd

COD Black Ops 6: Myrkra­verkin hafa sjaldan verið betri

Call of Duty: Black Ops 6, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 6, er að mínu viti meðal betri COD-leikja sem ég hef spilað um árabil. Einspilunin er sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni en ég hef lengi verið mikill aðdáandi þeirra hluta þessara leikja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ís­lendingar berjast hjá GameTíví

Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með.

Leikjavísir
Fréttamynd

„Undra­barn“ keppir á undan­þágu og tekur pabba í kennslu­stund

Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Until Dawn: Flott endur­gerð á hrylli­legum leik

Hryllingsleikurinn Until Dawn, frá 2015, hefur verið endurgerður. Þó hann sé níu ára gamall hefur upprunalegi leikurinn verið vinsæll meðal hryllingsleikja þar sem hann gefur spilurum möguleika á að hafa mikil áhrif á söguna. Endurgerðin gerir þó mikið fyrir útlit leiksins og hann lítur merkilega vel út.

Leikjavísir