Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Neytendur 23.8.2025 10:11
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23.8.2025 09:32
Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. Neytendur 22.8.2025 16:20
Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ítrekað innköllun loftpúða fjölmargra tegunda bíla sem voru framleiddir frá 1998 til 2019. Um er að ræða 31 bílategundir allt í allt. Neytendur 19. ágúst 2025 14:49
Súpan með pappírnum innkölluð Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni. Neytendur 19. ágúst 2025 09:52
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18. ágúst 2025 23:43
Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun. Neytendur 18. ágúst 2025 13:46
„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Neytendur 17. ágúst 2025 17:16
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Innlent 16. ágúst 2025 13:18
Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. Innlent 16. ágúst 2025 11:08
Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Alþýðusambandið stendur við ummæli sín um meint samráð olíufélaga en segja það hafa verið gert í þegjanda þófi. ASÍ hafnar alfarið ásökunum forstjóra N1 um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun sinni um innlent olíuverð. Neytendur 15. ágúst 2025 15:18
Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu telur að enn séu þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu sem mun hætta um áramótin. Öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna. Neytendur 15. ágúst 2025 12:30
Vísar ásökunum um samráð á bug Framkvæmdastjóri N1 vísar ásökunum um verðsamráð olíufélaganna á bug. Í greiningu ASÍ kemur fram að bensínverð á Íslandi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð. Neytendur 14. ágúst 2025 21:02
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Innlent 14. ágúst 2025 18:05
„Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. Erlent 14. ágúst 2025 17:24
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14. ágúst 2025 15:07
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Innlent 14. ágúst 2025 11:50
Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni. Neytendur 14. ágúst 2025 11:14
Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14. ágúst 2025 08:07
Grunur um listeríu í vinsælum ostum Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes. Neytendur 13. ágúst 2025 15:30
Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. Neytendur 12. ágúst 2025 18:20
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. Neytendur 12. ágúst 2025 14:42
Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Skoðun 12. ágúst 2025 13:45
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. Neytendur 11. ágúst 2025 20:41
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent