Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. Innlent 4.1.2025 22:11
Brunnur skilar sex milljörðum til hluthafa með afhendingu á bréfum í Oculis Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026. Innherji 4.1.2025 07:59
Íslandsbanki umbreytir láni til Havila í hlutafé og verði einn stærsti hluthafinn Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug. Innherji 3.1.2025 14:36
Forstjóri Kauphallarinnar sér fram á mögulega fimm nýskráningar á næsta ári Innherji 29.12.2024 13:43
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Innlent 26. desember 2024 21:00
„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 23. desember 2024 21:59
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. Innlent 23. desember 2024 15:09
Verulega dregur úr stöðutöku fjárfesta með krónunni eftir mikla gengisstyrkingu Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra. Innherji 23. desember 2024 11:37
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. Innlent 22. desember 2024 22:21
Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20. desember 2024 18:43
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. Viðskipti innlent 20. desember 2024 14:23
Samkaup ætlar að auka hlutafé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa. Innherji 20. desember 2024 12:51
Fimm mætt í Kauphöllina Nasdaq á Íslandi, Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð, hefur gengið frá ráðningu á fimm nýjum starfsmönnum. Greint er frá vistaskiptunum í tilkynningu frá Nasdaq. Viðskipti innlent 19. desember 2024 11:10
Framtíð menntunar er í einkarekstri Á undanförnum árum hefur þátttaka einkaaðila í rekstri leikskóla í Reykjavík aukist þó nokkuð. Samkvæmt nýlegum tölum fjölgaði börnum á sjálfstætt starfandi leikskólum um 13% á sama tíma og börnum fækkaði um 9% á leikskólum undir stjórn Reykjavíkurborgar (2014–2022). Skoðun 19. desember 2024 10:32
Heimkaup undir hatt Samkaupa Samkaup og Heimkaup hafa komist að samkomulagi um helstu forsendur sameiningar félaganna. Viðskipti innlent 18. desember 2024 19:13
Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Ríkið hafði betur gegn sex lykilstjórnendum Kviku banka fyrir héraðsdómi í dag, í deilu sem snerist um skattlagningu hagnaðar af áskriftarréttindum sem nam á bilinu 30 til 95 milljónum króna. Viðskipti innlent 18. desember 2024 17:44
Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Icelandair tók á dögunum í notkun sína fyrstu Aribus vél en vélar fyrirtækisins hafa verið á flugi síðustu áttatíu árin og er þekkt fyrir að hafa að mestu unnið með Boeing vélar. Lífið 18. desember 2024 11:33
Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur keypt sér 269,3 fm einbýlishús en svo heppilega vill til að fyrrverandi eigandi hússins er sá sem stýrir byggingu nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Icelandair. Viðskipti innlent 18. desember 2024 10:07
Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Sjóvá vegna slyss sem flugliði Icelandair lenti í árið 2020 er hún renndi sér niður neyðarrennu á námskeiði á vegum félagsins og slasaðist. Innlent 18. desember 2024 00:07
Sala eigna og bjartari rekstraráætlun hækkar verðmatið á Heimum Þrátt fyrir mikla siglingu á hlutabréfaverði Heima í Kauphöllinni að undanförnu, meðal annars drifið áfram af endurkaupum, væntingum um frekari vaxtalækkanir og bættri rekstrarafkomu, þá er fasteignafélagið enn nokkuð undirverðlagt á markaði, að mati greinenda. Verðmatið á Heimum hefur verið hækkað en félagið gaf nýlega út jákvæða afkomuviðvörun og seldi frá sér eignir utan kjarnasvæða. Innherji 17. desember 2024 14:35
Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. Innlent 17. desember 2024 06:44
Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Skoðun 16. desember 2024 23:16
76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16. desember 2024 22:49
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. Viðskipti innlent 16. desember 2024 22:24
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Innlent 13. desember 2024 20:44