Innlent

Segir áhyggju­efni að ESB hafi platað Ís­lendinga í tíu ár

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá.

Innlent

Með­vitundar­laus maður sóttur í Silfru

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús.

Innlent

„Fór al­gjör­lega fram úr björtustu vonum“

Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar.

Innlent

Tekist á um Evrópumálin

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Innlent

Leigu­bíll án verðmerkingar og veitinga­staðir í ó­leyfi

Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum.

Innlent

Virknin minnkað þó á­fram gjósi

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs.

Innlent

Tjald vonarinnar brann til kaldra kola

Kveikt var í hinu svokallaða Tjaldi vonarinnar í Laugardal í gærkvöldi. Þegar komið var að tjaldinu í morgun var það brunnið til kaldra kola, en því var haldið úti af samtökunum TC Ísland, sem hefur það að markmiði að styðja við jaðarsetta hópa og aðstoða fólk með fíknivanda.

Innlent

Skötumessur Ás­mundar Frið­riks­sonar gefa vel af sér

Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun.

Innlent

„Þá er sam­keppnis­hæfnin farin, það segir sig bara sjálft“

Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 

Innlent

„Ég held að það sé nú best að anda ró­lega“

Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 

Innlent

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent