Innlent

Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar til­raunir og stærðfræði-Helgurnar

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Nem­endur fái inn hjá Tækni­skólanum

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans.

Innlent

Nauðgaði barn­ungri náfrænku sinni marg­í­trekað

25 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa á árunum 2014 til 2017 beitt náfrænku sína margvíslegu og grófu kynferðisofbeldi. Hann meðal annars nauðgaði stúlkunni ítrekað og lét hana hafa þvaglát upp í hann. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp en fyrir liggur hún er enn ekki orðin átján ára.

Innlent

Bíla­stæðin fullbókuð um páskana

Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Innlent

Dómur stera­bolta mildaður veru­lega vegna tölvubréfs dómara

Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu.

Innlent

Ó­lík­legt að Banda­ríkja­menn gefi Ís­lendingum valið

Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi.

Innlent

Hefja form­lega rann­sókn á SVEIT og Virðingu

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins.

Innlent

Gaman að fagna 25 ára af­mæli í ríkis­stjórn

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Innlent

Launa­lausir starfs­menn greiða raf­magns­reikninginn

Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik.

Innlent

Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dans­gólfi

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök.

Innlent

Al­þingi komið í páska­frí

Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí.

Innlent

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Innlent

Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóð­töku

Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur.

Innlent

Esjustofa í endur­nýjun líf­daga

Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins

Innlent