
Innlent

Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, vegna meintrar stunguárásar sem mun hafa átt sér stað í Reykjavík árið 2020.

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál“
„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Framboðslistar Röskvu kynntir
Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, voru kynntir á kosningaskrifstofu Röskvu nú í kvöld.

Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga
Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu.

Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár
Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár.

Nafn hins látna í manndrápsmálinu
Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um.

Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar.

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta
Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum.

Annar árekstur á Vesturlandsvegi
Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi hjá Stórhöfða. Um minniháttar atvik sé að ræða.

Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi.

Börn hafi reynt að drepa önnur börn
Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum.

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum
Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst
Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að ganga berserksgang á hótelherbergi á Hótel Stracta á Hellu í janúar 2023.

Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld
Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt.

Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé
Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni.

Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag.

Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti
Rannsókn bendir til þess að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi og því fylgir aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Ísland deilir öðru til þriðja sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Auðveld leið til félagslegra tengsla og áhrif á eigin líf skipta sköpum.

Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann
Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd– mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi
Jeppi endaði á hvolfi þegar fjórir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Víkurveg í morgun. Bílarnir virðast talsvert skemmdir en enginn hlaut alvarlega áverka í árekstrinum.

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ástandið í Úkraínu en Elín Margét fréttakona okkar hefur verið þar undanfarna daga.

Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag.

33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða
Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst.

Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða
Fjórir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir í sameign fjölbýlishúss í Laugardalnum eða grennd við hann í gær. Þeir voru vopnaðir hnífum og ólöglegum piparúða. Þeirra bíður sekt upp á 150 þúsund krónur hver.

„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna
Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra.

Bein útsending: Setning Búnaðarþings
Búnaðarþing 2025 verður sett á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 11 og hefst með setningarávarpi Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna.

Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík
Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu
Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna.