NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gefur Los Angeles Lakers A í ein­kunn en Dallas fær fall­ein­kunn

Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum.

Körfubolti
Fréttamynd

Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum

Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Búbbluhausinn verður í banni

Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd.

Körfubolti
Fréttamynd

Lífið leikur við Kessler

Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kominn úr banni en gleðin enn týnd

Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút.

Körfubolti
Fréttamynd

Er Jokic bara að djóka?

Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets á föstudagskvöldið eftir stutta hvíld vegna meiðsla. Það var þó ekki að sjá á leik hans að hann væri að jafna sig á meiðslum en kappinn bauð upp á þrefalda tvennu eins og svo oft áður.

Körfubolti
Fréttamynd

Gaf flotta jakkann sinn í beinni

Greg Anthony er fyrrum NBA leikmaður sem starfar nú sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Hann var að lýsa leik í NBA á dögunum þegar hann ákvað að gefa jakkann sem hann var í.

Sport