Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Jimmy Butler spilaði stórkostlega í sínum fyrsta leik fyrir Golden State Warriors, þrátt fyrir að hafa ekkert æft með liðinu áður. Körfubolti 9.2.2025 10:30
Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Miðherjinn Mark Williams féll á læknisskoðun og mun ekki leika með Los Angeles Lakers á tímabilinu, skipti hans frá Charlotte Hornets hafa verið felld úr gildi. Körfubolti 9.2.2025 09:30
LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Los Angeles Lakers, lið LeBrons James, er að ganga í gegnum miklar breytingar þessa dagana en hann sjálfur er að spila frábærlega og leiðir vængbrotið lið til sigurs í hverjum leiknum á fætur öðrum. Körfubolti 7.2.2025 22:46
„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. Körfubolti 3. febrúar 2025 15:00
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfubolti 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Körfubolti 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Körfubolti 2. febrúar 2025 07:28
Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 31. janúar 2025 23:15
Búbbluhausinn verður í banni Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd. Körfubolti 31. janúar 2025 20:45
Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, er opinn fyrir því að stytta leiki í deildinni um átta mínútur. Körfubolti 30. janúar 2025 11:31
Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Körfubolti 29. janúar 2025 13:32
Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan Mac McClung mætir aftur í troðslukeppni stjörnuleiks NBA sem fer fram í San Francisco 17. febrúar næstkomandi. Körfubolti 28. janúar 2025 12:01
NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Körfubolti 28. janúar 2025 10:00
Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 28. janúar 2025 09:00
„Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Leifur Steinn Árnason og Mate Dalmay verða seint sakaðir um að vera sammála um margt. Það kom enn og aftur í ljós í Lögmáli leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í kvöld. Körfubolti 27. janúar 2025 16:31
Borðuðu aldrei kvöldmat saman Þeir verða líklega alltaf nefndir til sögunnar í umræðunni um öflugustu liðsfélaga sögunnar en samband Michael Jordan og Scottie Pippen var mjög sérstakt. Körfubolti 24. janúar 2025 15:01
Lífið leikur við Kessler Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu. Fótbolti 24. janúar 2025 13:32
Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 24. janúar 2025 10:31
Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Stephen Curry á vissulega mjög marga aðdáendur en ein af þeim í eldri kantinum vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum þegar barnabarnið hennar tók upp myndband með henni. Körfubolti 21. janúar 2025 12:32
„Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni körfuboltamannsins Jimmy Butler í NBA deildinni undanfarnar vikur. Körfubolti 20. janúar 2025 16:45
Kominn úr banni en gleðin enn týnd Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút. Körfubolti 19. janúar 2025 22:01
Er Jokic bara að djóka? Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets á föstudagskvöldið eftir stutta hvíld vegna meiðsla. Það var þó ekki að sjá á leik hans að hann væri að jafna sig á meiðslum en kappinn bauð upp á þrefalda tvennu eins og svo oft áður. Körfubolti 19. janúar 2025 08:01
Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies, sýndi frábær tilþrif er hann tróð yfir Victor Wembanyama, leikmann San Antonio Spurs, í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Því miður fyrir Morant taldi karfan ekki. Körfubolti 16. janúar 2025 17:00
Gaf flotta jakkann sinn í beinni Greg Anthony er fyrrum NBA leikmaður sem starfar nú sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Hann var að lýsa leik í NBA á dögunum þegar hann ákvað að gefa jakkann sem hann var í. Sport 15. janúar 2025 23:31