Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Annar Ólympíuknapi á­sakaður um dýraníð

Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra.

Sport
Fréttamynd

Sluppu furðu­vel frá heim­sókn hesta á golf­völlinn

Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.

Innlent
Fréttamynd

Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall

Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla frá stjörnufans og gleðinni í Víðidal

Um fimm til sex þúsund manns eru nú á Landsmóti hestamanna sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Allt eru þetta áhugamenn um íslenska hestinn, flestir íslenskir en einnig um 2000 erlendir gestir. Búist er við talsverðri fjölgun næstu daga, talið að um sjö til átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Svindlsíður herja á landsmótsgesti

Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kvik­­mynda­­stjarna slær í gegn á Lands­­móti hesta­manna

Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar.

Lífið
Fréttamynd

Fannst eins og hann væri eini fulli í brekkunni fyrir há­degi

Daníel Jónsson hrossræktandi og hestamaður lenti í því leiðinlega atviki að þurfa að draga sig úr keppni á Landsmóti hestamanna daginn fyrir keppni vegna þess að hann fór úr axlarlið. Hann hafði áður farið úr axlarlið og kippti aftur í liðinn en fór svo aftur úr lið daginn fyrir keppni, allalvarlegar í það sinnið.

Lífið
Fréttamynd

Hvatning til mótshaldara Landsmóts hesta­manna

Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau.

Skoðun
Fréttamynd

Riðu um mið­bæinn til að fagna Lands­móti

Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ

Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun.

Innlent