Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garða­bæ

Ari Fenger, einn eigenda og forstjóri 1912 samstæðunnar, og eiginkona hans Helga Lilja Fenger Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur, hafa fest kaup á einbýlishúsi að Þernunesi 6 á Arnarnesi í Garðabæ. Hjónin greiddu 550 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár grein­enda?

Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Tvö fjöl­býlis­hús í stað bensín­stöðvar á Háa­leitis­braut

Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi arki­tektúr í Garða­bæ

Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eva Lauf­ey og Haraldur stækka við sig á Skaganum

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa fest kaup á 230 fermetra einbýlishúsi við Birkiskóga á Akranesi. Kaupverðið nam 145 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Edda selur í Hlíðunum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnur á fjórum stöðum en eigin í­búð fjar­lægur draumur

Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona.

Innlent
Fréttamynd

„Í­búar eru ein­fald­lega komnir með nóg“

Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

„Þær eru bara of dýrar“

Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. 

Neytendur
Fréttamynd

Sjarmerandi rað­hús í 105

Áhrifavaldurinn og verkefnastjórinn Bára Ragnhildardóttir hefur sett sjarmerandi raðhús sitt á sölu. Eignin er í Ásholti 8, 105 Reykjavík og er rúmir 140 fermetrar. 

Lífið
Fréttamynd

Seldi í­búðina og keypti Bitcoin í staðinn

Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búðum í byggingu fækkar

Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka.

Viðskipti innlent