Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kristjana til ÍSÍ

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyjólfur Árni hættir hjá SA

Eyjólfur Árni Rafnsson verður ekki í framboði til formanns á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer 15. maí næstkomandi. Eyjólfur Árni hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá vorinu 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­hæðin kom Þór­arni í opna skjöldu

Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft.

Innlent
Fréttamynd

Lovísa Ósk nýr list­dans­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Menning
Fréttamynd

Sjö­tíu milljóna starfs­loka­samningur sex mánuðum eftir endur­kjör

Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða.

Innlent
Fréttamynd

Helgi ráðinn sölu­stjóri

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri hjá Origo. Helgi hefur starfað í upplýsingatækni með einum og öðrum hætti í tæplega þrjá áratugi. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania og fyrir það starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Origo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur nýr inn í fjár­málastöðug­leika­nefnd

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­rún Haf­steins­dóttir heldur fast í Árna Grétar

Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mariam til Wisefish

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu.

Viðskipti innlent