Innlent

Verðmerkingum ábótavant hjá líkamsræktarstöðvum

Mynd úr safni
Engin verðskrá var sýnileg hjá fimm af þeim 21 líkamsræktarstöð sem starfsmaður Neytendastofu heimsótti á dögunum í þeim tilgangi að kanna slíkt. Þær líkamsræktarstöðvar sem höfðu enga verðskrá sýnilega voru Bootcamp, Grand Spa, Nordica Spa, Sporthúsið og World Class Spönginni og hjá einni stöð, Baðhúsinu, var einungis lítill hluti af verðskrá sýnilegur.

Sjö stöðvar bjóða upp á spa-þjónustu en verðskrá var ekki sýnileg hjá þremur þeirra. Þetta er svipað og í síðustu könnun Neytendastofu.

Verðmerkingar á veitingum voru mun betri en í fyrri könnun, af þeim 19 stöðvum sem seldu veitingar voru 14 með verðmerkingar í lagi. Verðmerkingar á söluvörum voru ekki alveg eins góðar, af 20 stöðvum sem voru með ýmis konar vörur til sölu voru 12 stöðvar með verðmerkingar í lagi.

Þó verðmerkingar á líkamsræktarstöðvum hafi komið betur út nú en í fyrri könnun, er réttur neytenda til skýrra og aðgengilegra verðmerkinga greinilega ekki virtur alls staðar og þurfa eigendur líkamsræktarstöðva að gera átak í þessum málum.

Könnunin var gerð dagana 5. og 6. janúar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×