Innlent

Reifst við konu og var laminn til óbóta

Andri Ólafsson skrifar

Tvennt er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir hrottalega líkamsárás í nótt. Búist er við fleiri handtökum vegna málsins. Varað er við myndum sem fylgja fréttinni í myndskeiðinu.

Tildrög árásarinnar eru þau að maðurinn sem fyrir árásinni varð lenti í útstöðum við konu inn á öðrum skemmtistaðnum. Maðurinn yfirgaf staðinn skömmu eftir þau orðaskipti en konan og hópur manna eltu hann út á þetta bílastæði þar sem þau réðust á hann með höggum og spörkum.

Lögreglan segir að ítrekað hafi verið sparkað í höfuð mannsins þar sem hann lá liggjandi í jörðinni.

Konan og einn árásarmannana voru handtekinn í nótt og hafa verið í yfirheyrslum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu býst lögregla við því að handtaka tvo til þrjá menn í viðbótar vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í árásinni.

Fórnarlambið er sem fyrr segir úr lífhættu og á batavegi.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×