Innlent

Bjartsýn á að staðgöngumæðrun verði leyfð

Ragnheiður Elín sagðist á fundinum vera bjartsýn á framgöngu málsins á þingi
Ragnheiður Elín sagðist á fundinum vera bjartsýn á framgöngu málsins á þingi
Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir opnum fundi um staðgöngumæðrun í Valhöll í dag.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður þingsályktunartillögu um heimild til staðgöngumæðrunar, flutti erindi og svaraði spurningum fundargesta.

Ragnheiður Elín hefur látið sig varða málefni staðgöngumæðrunar frá árinu 2008.

Ragnheiður Elín sagðist „finna fyrir velvilja í garð málsins á þinginu." Hún ítrekaði í erindi sínu að hún væri að tala um staðgöngumæðrun af velgjörð. Hún sagðist hafa lagt fram þingsályktunartillögu í stað frumvarps til að sátt skapaðist um málið sem hún lítur á sem þverpólitískt. Hún lagði mikla áherslu á að mikilvægt væri að girða fyrir vandamál sem fylgt gæti ferlinu.

Ragnheiður Elín sagði: „Ég er bjartsýn að málið fari hratt og með sátt í gegnum þingið."

Málið verður tekið fyrir á Alþingi á fimmtudaginn en þá leggur Ragnheiður fram þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun.

Tengill:

Þingsályktunartillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um staðgöngumæðrun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×