Innlent

Air France vélin lenti áfallalaust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.
Flugvél Air France, sem var á leið frá París til New York, lenti heilu og höldnu rétt eftir klukkan eitt í dag.

Landhelgisgæslan, sem nýlega tók við ábyrgð á leitar og björgunaraðgerðum vegna loftfara, samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð fékk tilkynningu laust eftir klukkan tólf í dag eftir að flugvél Air France hafði samband við Isavia og lýsti yfir að vegna veikinda flugstjóra væri lýst yfir hættuástandi um borð. Einnig var virkjuð viðbragðsáætlun flugslysa fyrir Keflavíkurflugvöll. Alls voru 232 farþegar um borð.

Skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á SV- horni landsins voru kölluð út ásamt þyrlum Landhelgisgæslunnar. Einnig kallaði Landhelgisgæslan út á neyðarrás til skipa og báta á flugleiðinni og voru þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu. Lenti flugvélin síðan heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 13:16.


Tengdar fréttir

Lent með veikan flugmann í Keflavík

Frönsk farþegaflugvél frá Air France lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag. Viðbúnaðarstigi 2 hefur verið lýst yfir, sem er næst hæsta hættustig. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Isavia segir að um veikan einstakling sé að ræða sem þurfi að komast undir læknishendur. Viðbúnaðarteymi er til taks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×