Innlent

Ófært og ólíðandi að SA dragi kvótann inn í kjarasamninga

Krafa atvinnurekenda um að tengja kjarasamninga við endurskoðun á stjórn fiskveiða er fráleit, sagði forsætisráðherra á Alþingi í gær.Fréttablaðið/GVA
Krafa atvinnurekenda um að tengja kjarasamninga við endurskoðun á stjórn fiskveiða er fráleit, sagði forsætisráðherra á Alþingi í gær.Fréttablaðið/GVA

Það er ófært og ólíðandi að Samtök atvinnulífsins (SA) blandi áformum stjórnvalda um að endurskoða löggjöf um stjórn fiskveiða inn í viðræður um kjarasamninga, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það veruleikafirringu hjá forsætisráðherra að halda að aðilar vinnumarkaðarins gangi frá kjarasamningum meðan uppnám og óvissa sé um stjórn fiskveiða, grundvallaratvinnugreinar landsmanna. Hann sagðist undrast að forsætisráðherra auki sífellt á óvissu um málið. Meðan ekki fæst niðurstaða tefjist mikilvægar nýjar fjárfestingar í sjávarútvegi.

Jóhanna sagði að skuldavandi hrjáði sjávarútveginn fremur en töf á fjárfestingu. Endurskoðun stjórnar fiskveiða sé eitt stærsta verkefni Alþingis á þessu ári og vonandi náist víðtæk sátt um það mál. Verkalýðshreyfingin hafi ekki tekið undir áherslur atvinnurekenda á að niðurstaða um stjórn fiskveiða eigi að vera forsenda kjarasamninga. Ríkisstjórnin leggi áherslu á þau mál sem verkalýðshreyfing og atvinnurekendur leggi sameiginlega áherslu á. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×