Innlent

Miskunnarlausari og hættulegri árásir

Elísabet Benediktz, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala.
Elísabet Benediktz, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala.
„Ég skyldi ætla að fólk vissi að það væri hættulegt að sparka í höfuðið á mönnum því innan kúpunnar er afskaplega viðkvæmt líffæri sem ekki endurnýjar sig svo auðveldlega eftir áverka eða uppákomur," segir Elísabet Benediktz, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala.

Rætt var við hana í Reykjavík síðdegis um harðari og alvarlegri líkamsárásir að undanförnu. Aðspurð sagðist Elísabet hafa á tilfinningunni að ofbeldið væri í vaxandi mæli gegndarlausara og miskunnarlausara. Til að geta staðhæft það þyrftu þó að liggja fyrir rannsóknir.

„Vissulega finnst manni eins og þetta sé heldur vaxandi," sagði Elísabet í viðtalinu sem hægt er að hlusta á hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×