Innlent

Kanna sýkingu í sumargotssíldinni

Hafrannsóknaskipið Dröfn RE er nú komið inn á Breiðafjörðinn til að kanna sýkingu í íslensku sumargotsíldinni, sem fór að herja á stofninn árið 2008 og hefur skert hann verulega.

Tillögur um veiðikvóta á næstu vertíð verða meðal annars byggðar á niðurstöðum rannsókna Drafnar, sem munu standa í fimm daga og verða endurteknar síðar.

Eins og við höfum greint frá í fréttum eru ýmsar vísbendingar um að sýkingin sé á undanhaldi, en sýkt síld er aðeins hæf til bræðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×