Innlent

Búið að breyta rafmagninu á miðnesheiðinni

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (ÞK) hefur lokið fullnaðarbreytingu á öllum þeim mannvirkjum sem eru í umsýslu félagsins og eru í notkun, samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu en Rafiðnaðarsambandið gagnrýndi félagið harkalega fyrir að vera með bandarískt rafmagnskerfi, og sögðu slíkt ólöglegt.

Samkvæmt tilkynningu Þróunarfélagsins þá hefur þeim byggingum sem ekki eru í notkun hefur verið breytt á þann hátt sem samræmist íslenskum reglum og kröfum til húsnæðis á byggingar- og endurbótastigi.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni að frá því að nýting eignanna hófst hafa ekki komið upp nein tilvik sem benda til þess að umrædd hætta sé til staðar.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild.


Tengdar fréttir

Rafbúnaður á Miðnesheiðinni slysagildra fyrir fjölskyldur

„Rafbúnaðurinn á Keflavíkurflugvelli er slysagildra fyrir fjölskyldur sem búa þar og sérstaklega fyrir rafiðnaðarmenn sem starfa við hann, þar sem nú eru tvö kerfi í gangi,“ segir í ályktun Rafiðnaðarsambandsins sem samþykkt var á fundi miðstjórnar og samninganefnda sambandsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×