Innlent

Aldrei fleiri fangar í námi

Fjöldi fanga stundar nám á Litla-Hrauni.
Fjöldi fanga stundar nám á Litla-Hrauni.

Fjöldi þeirra fanga sem stundar nám meðfram afplánun hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls eru 42 fangar á Litla-Hrauni skráðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands og 16 fangar af 18 á Bitru hafa innritað sig til náms. Þá eru nokkrir fangar á Kvíabryggju skráðir í fjarnám.

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir menn sem ljúka námi í afplánun horfa öðruvísi til framtíðar. „Menn sjá að þeir hafa möguleika til að breyta um umhverfi og ég tel að skóli sé eitt besta ráðið til að hjálpa þeim að snúa af braut afbrota og draga úr endurkomum."- jma/tímamót 16




Fleiri fréttir

Sjá meira


×