Innlent

Flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu

Boeing 777 farþegaþota Air France flugfélagsins með 232 farþega innanborðs neyddist til að lenda óvænt á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil. Annar flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu og var fluttur á sjúkrahús, en var útskrifaður nú síðdegis.

Vélin sem var að fljúga frá París til New York hafði samband við flugturn um hádegisbil þar sem tilkynnt var að annar flugmaðurinn væri veikur.

Ákveðið var að framkvæma svokallaða öryggislendingu og flugslysaáætlun var sett í gang. Eftir því sem fréttastofa kemst næst sat flugstjórinn í sínu sæti og lenti vélinni. Hann gekk síðan frá borði en var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þaðan var hann útskrifaður seinni partinn í dag.

Flugstjórinn dvelur nú á hóteli ásamt farþegum vélarinnar, en von er á nýrri áhöfn í kvöld og áætluð brottför er klukkan hálf ellefu í fyrramálið.

Ekki er óalgengt að öryggislendingar sem þessi séu framkvæmdar á Keflavíkurflugvelli. Betur fór en áhorfðist í dag en menn voru við öllu búnir.








Tengdar fréttir

Air France vélin lenti áfallalaust

Flugvél Air France, sem var á leið frá París til New York, lenti heilu og höldnu rétt eftir klukkan eitt í dag.

Lent með veikan flugmann í Keflavík

Frönsk farþegaflugvél frá Air France lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag. Viðbúnaðarstigi 2 hefur verið lýst yfir, sem er næst hæsta hættustig. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Isavia segir að um veikan einstakling sé að ræða sem þurfi að komast undir læknishendur. Viðbúnaðarteymi er til taks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×