Innlent

Hvernig reiðir sjóbleikju af?

Þessi bleikja veiddist í Flateyjardal.
Þessi bleikja veiddist í Flateyjardal.

Veiðimálastofnun mun í samvinnu við Matís taka þátt í norrænni rannsókn á áhrifum loftlagsbreytinga á ferskvatnsfiska.

Á vef Veiðimálastofnunar segir að rannsóknin muni einkum beinast að bleikju. Vísbendingar séu um að hlýnun geti haft áhrif á tegundina. Samstarfsaðilar eru bæði í Noregi og Svíþjóð, en einnig koma að verkefninu vísindamenn í Skotlandi og Kanada. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×