Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir króna út úr fyrirtækinu Lagernum Iceland í fyrra en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Einnig verður rætt við lögregluna og sérfræðing í netöryggismálum um tölvuglæpi en talið er að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Konur með brakka-genið lenda ítrekað í því að aðgerðum sé frestað og þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtali. Í kvöldfréttum verður rætt við konu sem ber genið en hún segir ferlið vera mannskemmandi.

Þá kynnum við okkur háttsetta gesti sem koma til landsins í næstu viku vegna Hringborðs norðurslóða, lítum til mögulegra friðarverðlaunahafa Nóbels og verðum í beinni útsendingu frá afrískri menningarhátíð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×