Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jákvæðni skilaði Guðbjörgu 100 ára aldri

En hverju má þakka háum aldri Böggu, Þórir Haraldsson, uppeldissonur hennar á svar við því. "Ég er eiginlega viss um það að það er vegna þess hvað hún hefur alltaf verið jákvæð og svo náttúrulega sveitaloftið og holt mataræði og reyndar mikil vinna en ég held að jákvæðni skipti höfuð máli“.

Harmoníkutónlist í uppáhaldi hjá fuglinum Emmu

Fuglar af þessari tegund tala og syngja mikið, Emma er þar engin undantekning. Emma hefur gaman af tónlist, ekki síst þegar gestir koma með harmonikku á Sólheima til að spila og syngja.

Erlendir starfsmenn Flúðasveppa skyldaðir á íslenskunámskeið

Íslenskunámskeiðið fer fram í húsnæði Flúðasveppa þar sem erlendir starfsmenn fyrirtækisins koma saman og læra íslensku. Sumir hafa unnið í nokkur ár hjá fyrirtækinu á meðan aðrir eru ný byrjaðir. Kennari á námskeiðinu eru Anna Ásmundsdóttir.

Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur

"Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr á opnum stjórnmálafundi á Hótel Selfossi.

Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi

Fjöldi nemenda í efstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru.

Iðn, verk og tækninám slær í gegn á Suðurlandi

Starfamessa var haldin miðvikudaginn 10. apríl í verknámshúsinu Hamri sem er hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands á vegum Atorku, sem er samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga og Sóknaráætlun Suðurlands.

Evrópufrumsýning á heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum

Að kvikmyndinni stendur útivistarvöruframleiðandinn Patagonia, en allur ágóði myndarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna á Íslandi. Samskonar sjóður er í Skotlandi og á Írlandi þar sem safnað er undirskriftum gegn opnu kvíaeldi.

Kraftlyftingakonur sem borða lambakjöt og hafragraut

Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut.

Sjá meira