Sport

Kannski voru þetta bara of margar múffur í Ólympíuþorpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henrik Christiansen er skemmtilegur en kannski nógu skynsamur á samfélagsmiðlum.
Henrik Christiansen er skemmtilegur en kannski nógu skynsamur á samfélagsmiðlum. @henrikchristians1

Norski sundmaðurinn Henrik Christiansen hefur verið kallaður múffumaðurinn á Ólympíuleikunum í París eftir að ást hans á múffukökum sló í gegn á samfélagsmiðlum.

Christiansen varð nefnilega alveg vitlaust í múffurnar í Ólympíuþorpinu sem kom vel fram í myndböndum hans á TikTok.

Christiansen hefur líka talað um það í viðtölum að hann geti leyft sér að borða allt að sjö þúsund kaloríur á dag. Það er því alveg pláss fyrir nokkrar múffur þar. Hann var meðal annars í viðtali vegna þessa hjá New York Times.

Súkkulaðimúffukakan er örugglega mjög góð á bragðið en það er kannski ekki gott fyrir íþróttafólkið að vera að háma þær í sig fyrir keppni.

Það er kannski að sýna sig og sanna í tilfelli Christiansen.

Hann hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu sinni í sundlauginni á leikunum.

Christiansen komst ekki áfram upp úr undanrásum í 800 metra sundinu og það tókst ekki heldur hjá honum í 1500 metra sundinu.

nrk.no

Christiansen varði í fjórða sæti í sínum riðli og var langt frá því að vera einn af þeim átta sem voru með besta tímann.

„Mér fannst ég vera kraftlaus. Þetta er stórfurðulegt. Þetta er ekki ég og það er synd,“ sagði Christiansen við norska ríkissjónvarpið.

„Á síðustu árum hef ég verið í vandræðum í stóru lauginni og við þurfum að skoða það betur. Hvað við þurfum að gera og svara spurninginni: Hvað er að gerast hjá mér,“ sagði Christiansen.

Christiansen varð sjöundi í 1500 metra sundinu á síðustu Ólympíuleikum í Tókýó og vann brons á HM í stuttu lauginni 2022.

Hvað er að gerast? Kannski voru þetta bara of margar múffur í Ólympíuþorpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×