Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi

Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann.

Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum

Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.

Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja ljósleiðara

Mikil óánægja er á meðal íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri um þá staðreynd að engin ljósleiðaratenging er komin í þorpin en þar búa um tólf hundruð manns. Fjarskiptafyrirtækin bera því við að arðsemin sé ekki nægilega mikil.

Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast

Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins.

Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins

Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni.

Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum

Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna.

Hundrað prósent jafnrétti hjá dúfum

Jafnrétti vefst ekki fyrir dúfum því þær eru með það allt upp á tíu því pabbinn liggur tólf tíma á sólarhring á eggjunum og mamman hina tólf tímana. Þá sér karlinn líka um að gefa ungunum mjólkina sína eins og kerlingin gerir líka.

Barnasprengja í Mýrdalshreppi – nýr leikskóli byggður

Það er engin lágdeyða í Vík í Mýrdal þó að þar liggi niðri meira og minna öll ferðaþjónusta vegna heimsfaraldursins, því nú á að fara að byggja þar nýjan leikskóla fyrir sextíu börn. Þá þarf sveitarfélagið meira af starfsfólki í grunnskólann og leikskólann því börnum í Mýrdalshreppi fjölgar svo hratt

Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi

Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst.

Sjá meira