Stj.mál

Fréttamynd

600 hjón með 60% fjármagnstekjna

600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember

Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Jón fram í Reykjavík

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fær frjálsan aðgang að gögnum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Öll spil á borðið

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar.

Innlent
Fréttamynd

Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi

Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli.

Innlent
Fréttamynd

Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan í tilhugalífinu

Stjórnarandstaðan er í tilhugalífinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kynntu í dag, á sameiginlegum fundi, þrjú þingmál sem flokkarnir standa að. Ætlun þeirra er að sameinast um fleiri þingmál á þessu haustþingi auk þess að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi sett á morgun

Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi á framboðslistum flokksins fyrir kosningar vegna nýrrar umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland. Hann hafi því ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi 11. nóv.

Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í dag að halda prófkjör þann 11. nóvember til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Tólf hafa lýsti yfir framboði í prófkjörinu og er ljóst að baráttan verður hörð.

Innlent
Fréttamynd

Guðfinna stefnir á þriðja sætið í Reykjavík

Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík, tilkynnti á fundi í Iðnó nú klukkan fjögur að hún hygðist gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir alþingiskosningar næsta vor. Guðfinna hyggst ljúka þessu skólaári og taka ákvarðanir í framhaldinu, út frá genginu í prófkjörinu og í samráði við stjórn skólans, hvort hún haldi áfram sem rektor.

Innlent
Fréttamynd

Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði

Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns.

Innlent
Fréttamynd

Guðfinna á leið í pólitík

Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar næsta vor. Hún mun tilkynna um ákvörðun sína opinberlega síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstir almennra borgara til að skoða herstöð

Herstöðvaandstæðingar verða fyrstir almennra borgara til að skoða herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið í gær. Stöðin telst ennþá vera varnarsvæði. Af þeim sökum gilda þar strangar reglur.

Innlent
Fréttamynd

Herstöðvaandstæðingar fagna brottför hersins

Herstöðvaandstæðingar halda klukkan tólf til Suðurnesja þar sem þeir munu fagna því að Bandaríkjaher er farinn af landi brott. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og minnisvarðar um hersetuna skoðaðir.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur

Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginlegt prófkjör hjá Vg á höfuðborgarsvæðinu

Vinstri - grænir hafa ákveðið að halda sameiginlegt forval í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta varð ljóst eftir að kjördæmisráð flokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti tillögu þar að lútandi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Vill að kannað verði hvort jafnræðisregla hafi verið brotin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur skrifað menntamálaráðherra og óskað eftir svari við því hvort Þjóðskjalasafnið hafi brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar það veitti fræðimönnunum Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness en synjaði Hannesi um slíkan aðgang árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Naturally hleypt af stokkunum í Þýskalandi

Verkefnið Iceland Naturally, þar sem náttúra Íslands og matvæli eru kynnt á erlendum mörkuðum, hófst formlega í Þýskalandi á fimmtudag. Samgönguráðherra flutti ávarp við opnun jarðvísindasýningar í Frankfurt en þar er Ísland kynnt í sérstakri deild.

Innlent
Fréttamynd

Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríski herinn kveður í dag

Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni.

Innlent