Innlent

Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Samkvæmt tilkynningunni stökk maðurinn fram af annarri hæð húss.
Samkvæmt tilkynningunni stökk maðurinn fram af annarri hæð húss. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf.

Ásgeir Þór Ásgeirsson staðfestir útkallið við fréttastofu en segir málið nú afgreitt. Það hafi komið til vegna fyrrgreindrar tilkynningar. 

„Það fylgdi tilkynningu að maðurinn hafi hlaupið inn í hverfi með hníf. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þetta hafa verið einhverjar ranghugmyndir um að einhver væri að elta hann,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. 

Ásgeir staðfestir að maðurinn hafi verið með hníf á sér. Hann hafi hent honum frá sér þegar lögregla mætti á vettvang. Manninum var í framhaldinu komið fyrir í sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×