Lögreglumál

Fréttamynd

Fjögur ráðu­neyti vinna til­lögur vegna vaxandi ógnar af skipu­lagðri glæpa­starf­semi

Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma

Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“

Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls

Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hér verður malbikað í höfuðborginni í dag

Malbikun á höfuðborgarsvæðinu er farin á fullt í góða veðrinu og verður áfram unnið við að fræsa og malbika í dag. Viðbúið er að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi.

Innlent
Fréttamynd

Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því

26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.

Innlent
Fréttamynd

Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns

Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum.

Innlent