„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 23:41 Strákarnir sem leigðu af Sæbjörgu héldu risastórt partí í bakgarðinum. Vísir Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. „Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira