Viðskipti erlent

iPhone styður web 2.0

Steven Jobs með iPhone í hendinni.
Steven Jobs með iPhone í hendinni.

Talsmenn Apple hafa nú tilkynnt að iPhone, sem fer í sölu í Bandaríkjum í lok þessa mánaðar, muni styðja gagnvirkni á vefnum, eða svokallaða Web 2.0 þróun.

„Það mun koma framleiðendum og notendum skemmtilega á óvart þegar þeir sjá hve vel þetta virkar. Sú leið til nýsköpunar sem við höfum valið er Web 2.0. Hún gerir framleiðendum kleift að gera ótrúlega hluti og halda iPhone öruggum og traustum í leiðinni," segir Steve Jobs forstjóri Apple í yfirlýsingu sem Apple sendi frá sér.

Iphone er frammúrstefnulegur sími sem Apple hefur kynnt og á að nýtast sem sími, tónhlaða og myndavél.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×