Innlent

Leit að ræningja: Vopnaður hnífi og forðaði sér á hjóli

Maðurinn var vopnaður hnífi þegar hann rændi rídalíni.
Maðurinn var vopnaður hnífi þegar hann rændi rídalíni.
Maðurinn sem rændi Reykjavíkur Apótek í síðustu viku er enn ófundinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom maðurinn á hjóli að versluninni á fimmtudaginn klukkan sex.

Maðurinn lagði hjólinu fyrir utan verslunina og fór síðan að afgreiðslufólkinu og ógnaði því með hnífi. Hann gekk rakleiðis að skúffum sem staðsettar eru í apótekinu og krafðist þess að þær yrðu opnaðar. Lykil þarf til að opna skúffurnar, sem aðeins afgreiðslufólk hefur aðgang að.

Afgreiðslufólkið fór að beiðni mannsins og opnaði skúffur þar sem rídalín er geymt. Maðurinn tók eitthvað af rídalíni og fór síðan út úr apótekinu og hjólaði í burtu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn þekki eitthvað til í apótekinu því hann vissi nákvæmlega hvar rídalínið var geymt.

Eins og fyrr segir er maðurinn ófundinn, en hann var með höfuðfat. Andlitið var ekki hulið og hefur lögregla skoðað myndbandsupptökur af manninum. Hann er ekki góðkunningi lögreglunnar.

Rannsókn er enn í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×