Innlent

Enn gasmengun í lægðum en raf­leiðni nálgast eðli­leg gildi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Talið er að sá atburður sem hefur verið í gangi undanfarna sólarhringa í Skálm sé að líða undir lok.
Talið er að sá atburður sem hefur verið í gangi undanfarna sólarhringa í Skálm sé að líða undir lok. Vísir/Jóhann K

Vatnshæð og rafleiðni í Skálm við Þjóðveg 1 hefur haldið áfram jafnt og þétt að lækka, og nálgast nú eðlileg gildi. Gasmengun mælist áfram við Láguhvola nærri Kötlujökli en hefur lækkað síðan í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Talið er að sá atburður sem hefur verið í gangi undanfarna sólarhringa í Skálm sé að líða undir lok. Náttúruvárvaktin heldur þó áfram að vakta svæðið.

Áfram er þó bent á að gasmengun getur verið í lægðum í landslagi nærri ánum og við austurjaðar Mýrdalsjökuls. Fólk er beðið um að gæta ítrustu varúðar og gera viðeigandi ráðstafanir sé það á ferðinni nærri upptökum ánna eða við austanverðan Mýrdalsjökul.

Rafleiðni í ánni síðustu daga.Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli

Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×