Innlent

Birkir vill að Ríkisendurskoðun skoði stjórnvaldsathafnir

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að nefndin krefji Ríkisendurskoðun um skýrslu um stjórnvaldsathafnir ráðherra, stofnana eða annarra stjórnvalda. Birkir vill að allar þær athafnir, sem hafa falið í sér „ veitingu fjár eða undirgöngu annarra fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs til handa fyrirtækjum í kjölfar bankahrunsins í október 2008," verði kannaðar.

„Upp á síðkastið hafa verið fluttar fréttir af afleitum viðskiptalegum ákvörðunum stjórnenda nokkurra fyrirtækja sem ríkið hefur veitt fjármagn til frá bankahruni,“ segir meðal annars í bréfi Birkis. „Óhjákvæmilegt er að slíkar fréttir veki upp spurningar um það hvort eðlilega hafi verið að málum staðið af stjórnvalda hálfu. Er því eðlilegt að spurt sé hvort stjórnvöld hafi virkilega sinnt rannsóknarskyldu sinni og hvort nægilegar lagaheimildir hafi verið til staðar.“

Bréf þingmannsins má lesa í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×