Innlent

Vegagerð á Vestfjörðum brýnust - ekkert suðvestanlands án vegtolla

Ögmundur segir brýnast að bæta vegina á Vestfjörðum. Mynd/ GVA.
Ögmundur segir brýnast að bæta vegina á Vestfjörðum. Mynd/ GVA.
Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, segir alveg skýrt að ekki verði ráðist í stórfellda vegagerð suðvestanlands án vegtolla. Brýnast telur hann hins vegar að bæta vegina á Vestfjörðum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðu um vegaamál á Alþingi í gær og sagði að engin alvöruútboð væru áformuð hjá Vegagerðinni. Hann spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheit um allt að 40 milljarða króna átak í vegagerð á sama tíma og 41 þúsund undirskriftir hefðu borist gegn áformum um vegtolla.

Ráðherra málaflokksins, Ögmundur Jónasson, sagði að menn stæðu frammi fyrir þeim veruleika að fólk legðist gegn áformum um veggjöld.

"Við höfum ekki blásið út af borðinu áform sunnanlands eða vestan en það er alveg skýrt að þær framkvæmdir yrðu að vera á þessum forsendum sem ég greindi frá og Alþingi samþykkti á sínum tíma. Við samþykktum það öll að ráðast eingöngu í þessar framkvæmdir ef það yrði gert með þeim skilyrðum," sagði Ögmundur.

Á fjárlögum er gert ráð fyrirr sex milljörðum króna til vegagerðar í ár og ráðherrann hefur ákveðna skoðun á því hvaða landshluti eigi að vera í forgangi næstu árin.

"Þar staðnæmist ég fyrst við Vestfirði. Þar er mest þörf á úrbótum," sagði Ögmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×