Innlent

Skora á Menntaráð að hætta við sameiningarhugmyndir

Á dögunum komu foreldrar leiksskólabarna saman við Ráðhús Reykjavíkur og mótmæltu áformunum.
Á dögunum komu foreldrar leiksskólabarna saman við Ráðhús Reykjavíkur og mótmæltu áformunum.
Stjórn Félags stjórnenda leikskóla hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Menntaráð Reykjavíkur að draga nú þegar til baka tillögur um sameiningu og samrekstur leikskóla.

Í ályktuninni er talað um „aðför að skólastjórnun“ og segir ennfremur að breytingar á skólastarfi þurfi að koma „innan frá í nánu samstarfi stjórnenda, kennara og foreldra.“ Þá segir að farsælar breytingar séu unnar af fagmennsku sem byggi á skýrri framtíðarsýn.

Undir ályktunina ritar fyrir hönd stjórnar, Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félagsins.


Tengdar fréttir

Hagræðing í skólum kynnt 3. mars - hugmyndirnar í heild

Starfshópur sem vinnur að hugmyndum um hagræðingu í starfi grunnskóla, leikskóla og á frístundaheimilum mun skila af sér tillögunum á borgarráðsfundi þann 3. mars næstkomandi. Tillögurnar eru enn í mótun eftir því sem Vísir kemst næst og því er ekki komin endanleg tala á það hversu miklu hagræðingin mun skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×