Innlent

Pantið áhrifin frá Móður jörð veitt nýsköpunarverðlaun

Sigurvegararnir.
Sigurvegararnir. Mynd / Stefán
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 23.  febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Pantið áhrifin frá Móður jörð og var það unnið af Auði Ösp Guðmundsdóttur, Emblu Vigfúsdóttur og Katharinu Lötzsch frá Listaháskóla Íslands og Robert Peterssen frá Háskólanum í Gautaborg. Leiðbeinandi þeirra í verkefninu var Brynhildur Pálsdóttir.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og eru því nú veitt í sextánda sinn. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin árlega. Samtök atvinnulífsins gefa verðlaunin í ár, en verðlaunagripurinn, Lampen i ringen, er hannaður af Guðlaugu Friðgeirsdóttur og Elle Kunnos. Allir sem eru tilnefndir  til verðlaunanna fá  leirkrúsir eftir listakonuna Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×