Innlent

Hagræðing í skólum kynnt 3. mars - hugmyndirnar í heild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Sturludóttir er formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar.
Oddný Sturludóttir er formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar.
Starfshópur sem vinnur að hugmyndum um hagræðingu í starfi grunnskóla, leikskóla og á frístundaheimilum mun skila af sér tillögunum á borgarráðsfundi þann 3. mars næstkomandi. Tillögurnar eru enn í mótun eftir því sem Vísir kemst næst og því er ekki komin endanleg tala á það hversu miklu hagræðingin mun skila.

Vísir hefur undir höndum skjal sem kynnt var borgarfulltrúum og skólastjórnendum með hugmyndunum. Í því koma fram mjög víðtækar hugmyndir sem snerta allt höfuðborgarsvæðið. Þar kemur meðal annars fram að rætt hefur verið um að sameina Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla, auk Fellaskóla og Hólabrekkuskóla. Þá hefur verið rætt um að sameina leikskólana Brákarborg og Steinahlíð, jafnframt leikskólana Skógarborg og Garðaborg auk þess sem rætt er um að sameina Hálsaborg og Hálsakot, svo dæmi séu nefnd.

Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík fengu bréf þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem tillögur sem lúta að þeirra eigin skólum voru kynntar. Eftir það sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, við Vísi að þótt tillögurnar hefðu verið teiknaðar upp væri ekki þar með sagt að þær yrðu allar að veruleika að endingu.

Ekki náðist í Oddnýju Sturludóttur við vinnslu þessarar fréttar.

Hugmyndirnar að hagræðingunni koma fram í meðfylgjandi skjali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×