Innlent

175 banaslys undanfarin 10 ár

DRG skrifar
Á síðustu tíu árum hafa orðið 175 banaslys á Íslandi.
Á síðustu tíu árum hafa orðið 175 banaslys á Íslandi.
175 banaslys og 1372 slys þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki hafa orðið á vegum landsins undanfarin tíu ár. Þar af komu vörubílar við sögu í 16% banaslysa og 6,6% slysa þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki. Hins vegar má rekja helming þess kostnaður sem ríkið veitir til viðhalds vega til aksturs vörubíla, en fjárveiting til viðhalds fyrir árið 2011 er tæplega 4,7 milljarðar. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, um umferðarslys og vöruflutninga á þjóðvegum.

Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar
73% banaslysa og 44,8% slysa þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki gerðust á þjóðvegum landsins en hlutfall vörubíla í þeim slysum var eilítið hærra, eða 18% og 8,3%, en ef miðað er við allt landið. Í svarinu kom einnig fram að áætlaður árlegur kostnaður vegna slysa þar sem vöruflutningabifreiðar koma við sögu er 37,3 milljarðar króna. Jafnfram kom fram að undanfarin 10 ár urðu á landinu öllu 7550 slys þar sem smávægileg meiðsli urðu á fólki og 65.795 þar sem einungis var um eignatjón að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×