Innlent

Lang flestir vilja jafna lífeyrisréttindi launafólks

Flestir eru sammála áherslum ASÍ í kjaraviðræðunum þegar kemur að þv´að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði
Flestir eru sammála áherslum ASÍ í kjaraviðræðunum þegar kemur að þv´að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði
Lang flestum finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði, eða 90%. 60% töldu það mjög mikilvægt og 30% frekar mikilvægt. 6% töldu ekki mikilvægt að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera markaðnum og 3% alls ekki mikilvægt.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Félagsvísindstofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ.

Jöfnun lífeyrisréttinda allra landsmanna er ein þeirra meginkrafna sem samninganefnd Alþýðusambandsins hefur sett fram í yfirstandandi kjaraviðræðum. Krafan um að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði verði jöfnuð á við lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna er langt frá því að vera ný og hefur raunar verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í áratugi. Skoðanakönnunin sem unnin var nú í febrúar sýnir að obbi landsmanna er sammála ASÍ í málinu.

Félagsvísindastofnun Háskólans gerði skoðanakönnunina fyrir Alþýðusamband Íslands. Úrtakið var 1200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, 18 ára og eldri. Könnunin var gerð í gegnum síma dagana 5.-16. febrúar 2011. Nettósvarhlutfall var 62,9%.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×