Innlent

Óljóst um afdrif limsins - safnstjóri þögull sem gröfin

Sigurður Hjartarson.
Sigurður Hjartarson.

„Ég get hvorki játað né neitað þessu," svaraði Sigurður Hjartarson, safnstjóri Hins íslenska reðursafns, spurður hvort limur Páls Arasonar, hefði verið afhentur. Viðskiptablaðið greinir frá því á vef sínum að limurinn sé kominn í hendur Sigurðar.

„Þeir eru bara að gefa sér þetta," svaraði Sigurður þegar hann var spurður út í frétt Viðskiptablaðsins. Sigurður sagði í viðtali í gær að hann gerði sterklega ráð fyrir því að hann fengi liminn í hendurnar en Safnið hefur undir höndum fjögur vottuð gjafabréf vegna eintaka af tegundinni Homo Sapiens. Er limur Páls einn af þeim.

„Ég segi ekki neitt fyrr en Páll er kominn í gröfina," spurður hvenær safnið myndi þá fá liminn í hendurnar. Sjálfum finnst Sigurði ótimabært að ræða þetta mál áður en Páll verður jarðsunginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×