Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:16 Hér má sjá álftarungann með foreldrum sínum í vor. Vísir/Jóhann Óli Hilmarsson Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“ Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“
Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira