Innlent

Meintur brennuvargur úrskurðaður í varðhald

Mynd/Pjetur

Kona á þrítugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 18. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Konan var handtekin í Hafnarfirði í nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni en engan sakaði.






Tengdar fréttir

Kona handtekin grunuð um íkveikju

Grunur leikur á að kona, sem býr í stóru fjölbýlishúsi við Norðurbakka í Hafnarfirði, hafi kveikt í íbúð sinni seint í gærkvöldi. Hún hringdi í slökkviliðið, en reyndi svo að afturkalla það, en lögregla taldi rétt að fara in í íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×