Innlent

Lögreglan rannsakar enn umfangsmikið e-töflusmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi.
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi.
Rannsókn lögreglu á umfangsmiklu smygli á alsælutöflum til landsins þann 22. desember síðastliðinn er enn í fullum gangi.

Íslenskur karlmaður um þrítugt var tekinn með nokkur þúsund e-töflur á Keflavíkurflugvelli þennan dag. Hann var að koma frá Kaupmannahöfn og fundust töflurnar í farangri mannsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort að fleiri en maðurinn standi að innflutningnum.

Maðurinn sem handtekinn var hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×