Innlent

Leki kom að færeysku flutningaskipi

Þórshöfn Langanesi.
Þórshöfn Langanesi.

Færeyskt flutningaskip tók þrisvar niðri á grynningum, þegar það var á leið út frá Þórshöfn á Langanesi um tíu leitið í gærkvöldi. Við það rifnuðu göt á jafnvægistanka skipsins og leki kom að því.

Dælur voru ræstar, sem hafa við lekanum og var skipinu snúið til hafnar aftur. Kafarar eru á leið frá Akureyri til Þórshafnar til að þétta skipið til bráðabirgða og verður síðan ákveðið hvort það þarf að fara í slipp hér á landi eða í Færeyjum. Þung undiralda var á svæðinu þegar þetta gerðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×