Innlent

Segir hæpnar forsendur fyrir eignarnámi á HS orku

Ross Beaty eigandi Magma Energy og Ásgeir Margeirsson.
Ross Beaty eigandi Magma Energy og Ásgeir Margeirsson.

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku segir hæpið að forsendur séu fyrir því að ríkið geti gripið til eignarnáms til að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Hann segir allt velta á því hverju íslensk stjórnvöld vilji ná fram en fyrirtækið sé tilbúið til viðræðna.

Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra var í gær afhentar tæplega fimmtíu þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS orku og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún sagði svo í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að til greina gæti komið að grípa til eignarnáms vegna sölunnar á HS Orku en skynsamlegra væri að ná samningum við forystumenn MAgma áður svo ekki kæmi til bótaskyldu ríkisins. Fréttastofa hefur greint frá því að mögulegt eignarnám myndi kosta ríkið um 33 milljarða.

Ásgeir segir að ef auðlindsamningum HS orku yrði breytt þyrfti einnig að hafa samráð við sveitarfélögin í Grindavík og Reykjanesbæ þar sem þau hafa tekjur af þeim samningum. Tjón þeirra gæti orðið all nokkuð. Mikilvægt sé að hafa í huga að fyrirkomulagið stuðli að skynsamlegri nýtingu auðlindanna með langtíma hagsmuni að leiðarljósi. Því sé leigutíminn ekki eina mikilvæga atriðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×