Innlent

Mismunun ef blindir fengju leigubíl

Bæjarstjórinn segir Kópavogsbæ nú vera að móta stefnu til fjögurra ára í málefnum fatlaðra.
Fréttablaðið/Stefán
Bæjarstjórinn segir Kópavogsbæ nú vera að móta stefnu til fjögurra ára í málefnum fatlaðra. Fréttablaðið/Stefán
„Við erum að taka yfir þennan málaflokk frá ríkinu og ætlum okkur að skara fram úr í þjónustu við fatlaða til lengri tíma,“ segir Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafnar Kópavogsbær því að niðurgreiða leigubílaakstur fyrir Odd Stefánsson, blindan pilt í bænum. Oddi stendur til boða eins og öðrum fötluðum í Kópavogi að aka með ferðaþjónustu sem verktaki sinnir fyrir bæinn. Blindir íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fá langflestir niðurgreiddan leigubílaakstur í samstarfi við Blindrafélagið. Oddur hefur kært synjun Kópavogsbæjar til sérstakrar úrskurðarnefndar.

„Við erum að uppfylla lögbundna þjónustu,“ segir Guðrún sem kveður það ekki rétt sem Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, hafi haldið fram að bæði fyrrverandi og núverandi meirihluti í Kópavogi hafi algerlega hunsað óskir um úrbætur og félagið ekki fengið fundi með ráðamönnum.

„Ég fundaði með Kristni og öðrum aðila frá Blindrafélaginu. Það hafa komið erindi frá þeim um að við tækjum upp sama fyrirkomulag og Hafnarfjörður og Reykjavík hafa með leigubílana. Því var hafnað, bæði í vor og í haust á grundvelli þess að við vildum ekki mismuna fötluðum eftir því hvort þeir væru blindir eða fatlaðir á annan hátt,“ segir bæjarstjórinn. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×