Innlent

„Auðvitað þarf að innkalla aflaheimildir"

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, flutti erindi fyrir fullum sal á Grand Hótel í dag um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Fundurinn var á vegum Reykjavíkurfélaga Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, undir yfirskriftinni Fiskurinn í þjóðareign. Frummælendur fundarins voru þau Finnbogi Vikar, laganemi og fulltrúi í starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags fiskframleiðenda og útflytjenda.

Þau Finnbogi og Elín voru sammála um samningaleiðin svokallaða, sem starfshópurinn sameinaðist um, væri lítið annað en óskilgreint og óútfært hugtak yfir það að festa núverandi kvótakerfi í sessi.

Nokkur hiti var í fundarmönnum, en á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á ríkisstjórnina að framfylgja hið fyrsta fyrirheiti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Fundurinn telur brýnt að ekki verði látið undan þrýstingi sérhagsmunaaðila, og innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á allt að 20 árum sögð hófsöm leið.

Á fundinum kom fram að frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé í vinnslu hjá sjávarútvegsráðuneytinu, en það verði lagt fram í febrúar.

Fréttastofa ræddi við Ólínu um flest það sem hér er talið, en viðtalið við hana er birt í heild sinni ásamt. Hún segir að auðvitað þurfi að innkalla aflaheimildir.


Tengdar fréttir

Jón Bjarnason - verður kvótinn innkallaður?

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flutti ávarp á fundi á vegum Reykjavíkurfélaga Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í dag, undir yfirskriftinni Fiskurinn í þjóðareign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×