Innlent

Heiðar ítrekaði kröfu um afsökunarbeiðni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir stefndi DV.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir stefndi DV.
Krafa Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis um að ummæli í DV verði dregin til baka var ítrekuð þegar meiðyrðamál gegn ritstjórum og fréttastjóra DV var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Heiðar Már krefst fjögurra milljóna króna miskabóta vegna ummælanna og að þau verði dæmd dauð og ómerk. Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heiðars Más, segir hins vegar í samtali við Vísi að því hafi verið lýst fyrir rétti í dag að Heiðar Már væri reiðubúinn til að draga verulega úr miskabótakröfunni ef ummælin yrðu dregin til baka.

Heiðar Már stefndi DV vegna umfjöllunar blaðsins um meintar hugmyndir hans um stórfellda stöðutöku gegn krónunni. Heiðar leiddi um tíma hóp sem hugðist fjárfesta í kjölfestuhlut í vátryggingafélaginu Sjóvá, en ekkert varð úr þeim kaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×